16.1.2010

3. Fundur stjórnar

Kæru foreldrar/forráðamenn,
hér koma fréttir af síðasta fundi stjórnar foreldrafélagsins sem haldinn var 13. janúar.

Eins og kom fram í síðustu fundargerð í desember þá var stefnan tekin á leiksýningu nú í kringum þorrann. Leiksýningin hefur nú breyst í skemmtikraft. Þriðjudaginn 26. janúar er þorrablót í leikskólanum. Þann dag kl. 10:30 kemur hinn eini sanni Ingó með gítarinn sinn og skemmtir krökkunum okkar.

Við erum strax byrjuð að huga að vorhátíð leikskólans og hvað hægt verði að bjóða upp á þá. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um leiksýningu, skemmtikrafta eða annað endilega látið okkur vita. Minnum af því tilefni á netfangið okkar foreldrarhulduheima@gmail.com
.

Fimmtudaginn 28. janúar kl. 20 verður fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn um stjúptengsl. Fundurinn er haldinn í samráði við aðra leikskóla á svæðinu. Fundarstaður er leikskólinn Jötunheimar. Fyrirlesari er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA.

Síðan á desemberfundi hefur hluti stjórnar unnið að uppsetningu á nýrri heimasíðu fyrir foreldrafélagið. Sú heimasíða er nú komin í gagnið og slóðin er: http://www.foreldrarhulduheima.blogspot.com/
. Hvetjum alla til að kíkja á nýju síðuna. Þarna munum við birta allar auglýsingar, fundargerðir og fleira.

Stærsta verkefni stjórnar núna er undirbúningur fyrir útskrift vorið 2010. Eins og undanfarin 2 ár er stefnan sett á útskriftargjöf sem einnig verður seld. Fyrsta árið var buff, síðan bakpoki og nú er unnið að því að finna út hvað verður í boði þetta árið. Við erum að vinna úr hugmyndum og leyta verðtilboða. Þetta verður nánar auglýst síðar.

Fyrirspurn barst um myndatöku í leikskólanum. Myndataka var síðast í nóvember 2008 og ákveðið var að athuga málið í haust en þá yrðu 2 ár á milli þess sem myndataka væri í boði í leikskólanum.

Með kveðju frá stjórn foreldrafélags Hulduheima

Áhugaverðir tenglar

Sveitafélagið Árborg www.arborg.is
Hveragerði
www.hveragerdi.is
Sveitafélagið Ölfus
www.olfus.is
Bláskógabyggð
www.blaskogabyggd.is

Heimili og skóli
www.heimiliogskoli.is
Umboðsmaður barna
www.barn.is
Fjölmenningarsetur
www.mcc.is
Norrænt samstarf um börn og unglinga
www.norden.org
Lýðheilsustöð
www.lydheilsustod.is
Heilbrigðistofnun Suðurlands
www.hsu.is

Upplýsingavefur um heilsu og lýðan almennings
http://www.ummig.is/
Upplýsingavefur um geðheilsu barna og ungmenna
www.umhuga.is
Samtökin barnageð, félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir ...
www.barnaged.is
Barna-og unglingageðdeild Landspítalans
http://www.bugl.is/
Blátt áfram
www.blattafram.is

Greiningar- og ráðgjafastöð Íslands
http://www.greining.is/
Umsjónarfélag einhverfra
http://www.einhverfa.is/
ADHD samtökin
http://www.adhd.is/
Tourette-samtökin á Íslandi
http://www.tourette.is/

Stjúptengsl www.stjuptengsl.is

Upplýsingavefur á vegum forsætisráðuneytisins www.island.is
Landlæknir
www.landlaeknir.is
Tryggingastofnun
www.tr.is
Lögreglan
www.logreglan.is
Rauði krossinn
www.redcross.is